Fréttir

Fyrirsagnalisti

Kjartan Kjartansson 24. mar. 2017 Fréttir : Skriða afhjúpar innviði halastjörnu

Rosetta-geimfarið náði myndum af klettavegg sem virðist hafa hrunið á 67P/Churyumov-Gerasimenko. Vísindamenn tengja skriður af þessu tagi við það þegar ryk og gas gýs upp frá yfirborði halastjörnunnar.

Babak Tafreshi

Sævar Helgi Bragason 19. mar. 2017 Fréttir : Námskeið í stjörnuljósmyndun með Babak Tafreshi

National Geographic ljósmyndarinn Babak Tafreshi, sem hefur hlotið hin virtu Lennart Nilson verðlaun, stendur fyrir námskeiði í stjörnuljósmyndun 25. og 26. mars næstkomandi í samvinnu við Stjörnufræðivefinn

Kjartan Kjartansson 17. mar. 2017 Fréttir : Grunnt gæti verið á neðanjarðarhafi Enkeladusar

Hiti undir sprungum á suðurpóli Enkeladusar er vísbending um að ísskorpan yfir miklu neðanjarðarhafi sé aðeins nokkurra kílómetra þykk þar.

Kjartan Kjartansson 15. mar. 2017 Fréttir : Hvítur dvergur í kröppum dansi um svarthol

Árið er aðeins 28 mínútur að lengd á stjörnu sem gengur að líkindum þétt upp við svarthol sem er smám saman að stela efni hennar. Sé um svarthol að ræða er tvístirnið það þéttasta af sínu tagi sem stjörnufræðingar hafa fundið fram að þessu.