ESO birtir stærstu nær-innrauðu myndina af Óríon A sameindaskýinu

Sævar Helgi Bragason 04. jan. 2017 Fréttir

Sjónauki ESO skyggnist inn í stjörnumyndunarsvæði í Óríon

  • Innrauð mynd af Óríon A sameindaskýinu

Sverðþokan fræga í stjörnumerkinu Óríon er eitt nálægasta stjörnumyndunarsvæðið við Jörðina í um 1350 ljósára fjarlægð. Þokan er hluti af risavöxnu sameindaskýi og hefur innrauðu kortlagningarsjónauki ESO, VISTA, tekið mynd af því í heild sinni.

VISTA nemur innrautt ljós sem berst í gegnum rykið. Það gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast inn í þokurnar á svæði þar sem bæði stórar og litlar stjörnur eru að myndast.