Hubble skoðar gasrisa sólkerfisins

Sævar Helgi Bragason 19. nóv. 2021 Fréttir

Hubble geimsjónaukinn tók nýverið glæsilegar myndir af gasrisunum í sólkerfinu okkar til að fylgjast með breytingum í andrúmslofti þeirra

  • Heic2113a

Á hverju ári tekur Hubble geimsjónauki NASA og ESA glæsilegar ljósmyndir af gasrisum sólkerfisins. Myndirnar hjálpa vísindamönnum að vakta andrúmsloft þeirra og fylgjast með nokkuð miklum breytingum sem verða á veðrinu á þessum fjarlægu hnöttum.

Solkerfid_coverMyndin af Júpíter var tekin í september 2021 og sýnir hún vel hve miklar breytingar hafa orðið á ókyrru andrúmslofti gasrisans. Nokkrir nýir stormar, ílangir og rauðleitir á norðurhveli, hafa myndast rétt fyrir ofan miðbaug sem sjálfur hefur breytt um lit. Í dag er miðbaugurinn djúp-rauðgulur sem er harla óvenjulegt því undanfarin ár hefur hann verið ljósleitur. Stóri rauði bletturinn hefur sömuleiðis dökknað og sótt í sig í veðrið.

Heic2113b Hubble beindi sjónum sínum að Satúrnusi hinn 12. september 2021. Á myndinni sést vel hve miklar litabreytingar hafa orðið á skýjabeltunum á norðurhvelinu en þar er nú haustbyrjun. Á suðurhveli er tekið að vora en dreggjar vetursins sjást á bláleitu móðunni í kringum suðurpólinn.

Heic2113c Úranus var ljósmyndaður hinn 25. október síðastliðinn. Hubble sá þá bjarta norðurpólhettuna vel. Á norðurhvelinu, sem hallar að okkur vegna möndulhalla Úranusar, er nú vor og aukin útfjólublá geislun frá sóinni veldur því að pólsvæðið lýsist upp. Ekki er alveg vitað hvers vegna. Skilin milli ljósu hettunnar og syðstu brúnarinnar eru mjög skörp, sennilega vegna einhvers konar skotvinda sem leika um þessa breiddargráðu.

Heic2113dMyndin af Neptúnusi var tekin 7. september 2021. Tóku þá vísindamenn eftir því að dökki bletturinn á Neptúnusi sést enn á norðurhvelinu sem sjálft er að dökkna.

Heic2113eMyndirnar voru teknar fyrir Outer Planets Atmospheres Legacy programme eða OPAL vöktunarverkefni Hubble á andrúmslofti gasrisanna.

Myndir: NASA, ESA, A. Simon (Goddard Space Flight Center), and M.H. Wong (University of California, Berkeley) and the OPAL team