Líttu eftir stjörnuhröpum næstu kvöld

Loftsteinadrífan Úrsítar í hámarki

Sævar Helgi Bragason 19. des. 2017 Fréttir

Milli 21-23. desember 2017 verður loftsteinadrífan Úrsítar í hámarki. Þegar best lætur gætirðu séð í kringum tug stjörnuhrapa á klukkustund.

  • Geminítar, Vestmannaeyjar, stjörnuhrap, loftsteinahrap

Milli 21-23. desember 2017 gætirðu séð örlítið fleiri stjörnuhröp en alla jafna því þá verður loftsteinadrífan Úrsítar í hámarki. Þegar best lætur gætirðu séð í kringum tug stjörnuhrapa á klukkustund.

Drífan dregur nafn sitt af stjörnumerkinu Litlabirni (Ursa Minor) því stjörnuhröpin virðast öll stefna frá því merki á himninum. Auðvelt er að finna Litlabjörn á himninum út frá Karlsvagninum. Dragðu línu upp frá tveimur öftustu stjörnunum í Karlsvagninum en þær vísa á pólstjörnuna.

Horfðu til himins!

851x315_Saevar