Misstu ekki af Venusi og tunglinu á morgunhimninum 2.-4. desember 2018

Sævar Helgi Bragason 25. nóv. 2018 Fréttir

Reikistjarnan Venus hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember þegar tunglið verður skammt frá í birtingu. Útsýnið þessa morgna verður sérlega glæsilegt

  • Venus og tunglið í byrjun desember 2018

Reikistjarnan Venus skín skært í suðaustri á morgnana þessa dagana og vekur athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. deember þegar tunglið verður skammt frá ástarstjörnunni í birtingu. Útsýnið þessa morgna verður sérlega glæsilegt, svo ég hvet þig til að missa alls ekki af því.

Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desember. Eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum.

Tunglið verður fullt 22. desember og þar sem tunglmánuðurinn er 29 dagar, verður sýningin endurtekin í ársbyrjun 2019.

Í sjónauka má sjá að Venus er líka sigðarlaga en vaxandi (um 25% upplýst), öfugt við tunglið.

Ef vel er að gáð sést að Venus hefur fölgulan lit. Hann má rekja til breinnisteins í skýjaþykkni reikistjörnunnar. Á yfirborðinu er um 480 stiga hiti vegna gróðurhúsaáhrifa.

Birta Venusar nær hámarki í nú byrjun desember. Hún fer dofnandi eftir það á sama tíma og hún fjarlægist sólina á himninum.

Hinn 6. janúar 2019 verður Venus lengst í vestri frá sólu á himninum, þá hálf-upplýst frá okkur séð.

Eftir það lækkar Venus hægt og rólega á himni og hverfur á endanum í birtu sólar þegar líður fram í febrúar.

Venus var milli Jarðar og sólar 26. október síðastliðinn. Reglan er sú að 72 dögum eftir það (kallað innri samstaða), nær Venus mestu álengd, þ.e. kemst lengst frá sólu á himninum.

Forngrikkir kölluðu kvöldstjörnuna Venus Hesperus en Evsfórus þegar hún ríkti á morgunhimninum. Hesperus sést á kvöldhimninum að ári, í lok desember 2019.

Njóttu þess að horfa á sýningu Venusar og tunglsins næstu morgna inn í jólamánðuinn!

Svarthol_FB_cover