Námskeið í stjörnuljósmyndun með Babak Tafreshi

Sævar Helgi Bragason 19. mar. 2017 Fréttir

National Geographic ljósmyndarinn Babak Tafreshi, sem hefur hlotið hin virtu Lennart Nilson verðlaun, stendur fyrir námskeiði í stjörnuljósmyndun 25. og 26. mars næstkomandi í samvinnu við Stjörnufræðivefinn

  • Babak Tafreshi

National Geographic ljósmyndarinn Babak Tafreshi, sem hefur meðal annars hlotið hin virtu Lennart Nilson verðlaun fyrir ljósmyndir sínar, stendur fyrir námskeiði í ljósmyndun næturhiminsins helgina 25. og 26. mars næstkomandi. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Stjörnufræðivefinn og er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum.

Óríon. Mynd: Babak TafreshiBabak A. Tafreshi er íranskur ljósmyndari og vísindablaðamaður. Hann er stofnandi og stjórnandi alþjóðlega ljósmyndaverkefnisins The World at Night (TWAN), ljósmyndari og greinarhöfundur fyrir Sky & Telescope tímaritið og National Geographic, sem og einn af ljósmyndurum European Southern Observatory (ESO). Árið 2009 hlaut Babak Lennart Nilsson verðlaunin, ein virtustu vísindaljósmyndaverðlaun heims, fyrir framlag sitt til stjörnuljósmyndunar. Babak hefur haldið fjölda ljósmyndanámskeiða við frábæran orðstír og er það mikill fengur að fá hann til að halda námskeið fyrir íslenska ljósmyndara.

Viðfangsefni námskeiðsins eru:

  • Myndvinnsla
  • Undirstöðuatriði náttúru- og stjörnuljósmyndunar
  • Ljósmyndabúnaður, myndavélar, linsur og stæði
  • Lýsingartími, ljósnæmni o.s.frv. í landslags- og stjörnuljósmyndun
  • Langtímaverkefni í himinljósmyndun
  • Stjörnurákir (star-trails)
  • „Time-lapse“ myndataka
  • Víðmyndir af næturhimninum

Námskeiðið fer fram á Hótel Rangá og hefst klukkan 10:00 og stendur til kl. 18:00 báða dagana. Kennsla er bæði verkleg og bókleg en farið verður í ljósmyndaferðir um kvöldin.

Verð kr.: 40.000,-

Smelltu hér til að skrá þig

Innifalið í verði er hádegismatur og kvöldverður báða dagana. Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn en Hótel Rangá er í rétt rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Athugið að fjöldi þátttakenda í námskeiðinu er takmarkaður svo hægt sé að sinna öllum vel.

Tenglar