Vísindi í jólapakkann!

Nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir vísindaáhugafólkið í fjölskyldunni

Sævar Helgi Bragason 01. des. 2013 Fréttir

Hvað á að gefa vísindaáhugafólkinu í fjölskyldunni? Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir börn og fullorðna sem við mælum heilshugar með!

  • stjörnuskoðun

Hvað á að gefa vísindaáhugafólkinu í fjölskyldunni? Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir börn og fullorðna sem við mælum heilshugar með!

EU UNAWE Jarðarboltinn

Jarðarboltinn

Jarðarboltinn er kjörin gjöf fyrir yngsta áhugafólkið. Við gáfum öllum leik- og grunnskólum Jarðarbolta og hefur hann nýst þeim vel í náttúrufræðikennslu. Með honum fylgir lítil bók með verkefnum sem tengjast boltanum og eru til þess að fræða börn um dýrmætasta hnöttinn, Jörðina okkar. Ódýr og lærdómsrík gjöf sem taka má með sér í sundlaugina eða heita pottinn!

Með því að gefa Jarðarboltann styrkir þú Stjörnufræðivefinn! 


Þú getur keypt boltann á pöntunarsíðunni okkar.

Verð kr.: 2.000,-

Bókin Viltu vita meira um himingeiminn?

Viltu vita meira um himingeiminn?

Viltu vita meira um himingeiminn? er flipabók fyrir yngstu kynslóðina. Bókin fékk verðlaun frá Konunglega vísindafélaginu í Bretlandi sem besta vísindabókin fyrir börn! Þetta er enda frábær bók fyrir börn á aldrinum 3 til 8 ára!

Með kaupum á Viltu vita meira um himingeiminn? styrkir þú Stjörnufræðivefinn!

Bókin fæst í öllum bókaverslunum en þú getur líka keypt hana á pöntunarsíðunni okkar.

Verð kr.: 3.450,-
Verð með Jarðarbolta (aðeins á pöntunarsíðu Stjörnufræðivefsins) kr.: 4.990,-
Vísindabók Villa

Vísindabók Villa

Vísindabók Villa er glæsileg bók frá vini okkar, Vísinda Villa, fyrir börn og fullorðna. Fullkomin fjölskyldubók sem fjallar ekki aðeins um stjörnufræði, heldur líka eðlisfræði, líffræði, jarðfræði og efnafræði. Í bókinni eru líka margar skemmtilegar tilraunir sem hægt er að gera heima.

Snilldarbók um töfra vísindanna fyrir alla fjölskylduna!

Hin uppáhalds vísindabókin okkar í ár.

Verð kr.: 4.290,-

Carson MM-740 tölvusmásjá

Carson MM-740 tölvusmásjá

Með Carson MM-740 tölvusmjánni getur þú skoðað skordýr, plöntur, berg,  jarðveg og ótalmargt fleira á tölvuskjánum þínum. Myndin er skýr og skörp og stækkunin allt að 130-föld. Prýðisgjöf fyrir litla líffræðinginn í fjölskyldunni.

Carson MM-740 smásjáin fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum.

Verð kr.: 12.990,-

SkyWatcher Heritage

SkyWatcher Heritage

SkyWatcher Heritage stjörnusjónaukinn er kjörinn fyrir börn og fullorðna. Þessi litli stjörnusjónauki gerir manni kleift að skoða gígana á tunglinu vel, sjá Galíleótunglin við Júpíter og hringa Satúrnusar. Með honum er líka hægt að skoða fæðingarstaði stjarna, stjörnur að deyja og vetrarbrautir í órafjarlægð! Alvöru sjónauki sem er samt ódýr!

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum, t.a.m. Sjónvarpsmiðstöðinni.

Verð kr.: 13.990,-
SkyWatcher Astrolux 70

SkyWatcher Astrolux 70

„Stóri bróðir“ SkyWatcher Heritage sem við mælum heilshugar með. Sáraeinfaldur og þægilegur í notkun og mjög meðfærilegur. Frábær sjónauki á frábæru verði!

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum, t.a.m. Sjónvarpsmiðstöðinni.

Verð kr.: 19.990,-

SkyWatcher Skyliner 150P

SkyWatcher Skyliner 150P

SkyWatcher Skyliner 150P er 6 tommu spegilsjónauki. Fullkominn sjónauki fyrir byrjendur því hann er mjög einfaldur í notkun og ótrúlega meðfærilegur þrátt fyrir að vera stór. Einfaldlega einn besti byrjendasjónaukinn sem völ er á og sá sem fær alltaf fyrstu meðmæli frá okkur.

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum, t.a.m. Sjónvarpsmiðstöðinni.

Verð kr.: 59.990,-

Með hátíðarkveðju, Stjörnufræðivefurinn