Vísindi í jólapakkann!

Sævar Helgi Bragason 11. des. 2014 Fréttir

Hvað á að gefa vísindaáhugafólkinu í fjölskyldunni? Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir börn og fullorðna sem við mælum heilshugar með! Já, þetta eru að sjálfsögðu allt saman gjafir fyrir stelpur og stráka!

  • stjörnuskoðun

Hvað á að gefa vísindaáhugafólkinu í fjölskyldunni? Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir börn og fullorðna sem við mælum heilshugar með! Já, þetta eru að sjálfsögðu allt saman gjafir fyrir stelpur og stráka!

EU UNAWE Jarðarboltinn

Jarðarboltinn

Jarðarboltinn er kjörin gjöf fyrir yngsta áhugafólkið. Við gáfum öllum leik- og grunnskólum Jarðarbolta og hefur hann nýst þeim vel í náttúrufræðikennslu. Með honum fylgir lítil bók með verkefnum sem tengjast boltanum og eru til þess að fræða börn um dýrmætasta hnöttinn, Jörðina okkar. Ódýr og lærdómsrík gjöf sem taka má með sér í sundlaugina eða heita pottinn!

Með því að gefa Jarðarboltann styrkir þú Stjörnufræðivefinn! 


Þú getur keypt boltann með því að senda skeyti á [email protected].

Verð kr.: 1.500,-

Bókin Viltu vita meira um himingeiminn?

Viltu vita meira um himingeiminn?

Viltu vita meira um himingeiminn? er flipabók fyrir yngstu kynslóðina. Bókin fékk verðlaun frá Konunglega vísindafélaginu í Bretlandi sem besta vísindabókin fyrir börn! Þetta er enda frábær bók fyrir börn á aldrinum 3 til 8 ára!

Verð kr.: 3.450,-

Viltu vita meira um vísindin?

Viltu vita meira um vísindin?

Þetta er þriðja bókin í flokki vinsælu flipabókanna Viltu vita meira...? Þetta er frábær bók til að kynna undraheim vísindanna fyrir ungum lesendum sem vilja fá svör við fjölbreyttum spurningum – hvað gerir þyngdarkrafturinn? Af hverju eru flugvélar straumlínulaga? Hvað eru hljóð? Hvað gera skynfærin? Hvernig vaxa plöntur?  Hvað gerist þegar vatnið sýður?  Í þessari bók leynast margir fróðleiksmolar. Flott bók fyrir krakka frá 3-8 ára.

Verð kr.: 3.450,-

Vísindabók Villa 2

Vísindabók Villa 2

Vísindabók Villa 2 er glæsileg bók fyrir börn og fullorðna. Fullkomin fjölskyldubók sem fjallar ekki aðeins um stjörnufræði, heldur líka eðlisfræði, líffræði, jarðfræði og efnafræði. Í bókinni eru líka margar skemmtilegar tilraunir sem hægt er að gera heima.

Snilldarbók um töfra vísindanna fyrir alla fjölskylduna!

Verð kr.: 4.290,-

Alheimur úr engu

Alheimur úr engu — Hvers vegna eitthvað er til frekar en ekkert

Hvernig varð alheimurinn til? Hvernig verður framtíð hans? Hvers vegna er eitthvað til frekar en ekkert?

Bandaríski eðlisfræðingurinn Lawrence Krauss tekst á við þessar djúpstæðu spurningar í ögrandi bók um tilurð alheimsins. Þar lýsir hann því hvernig heimsfræðin — vísindin sem fást við upphaf og þróun alheimsins — hafa náð svo langt að geta hugsanlega svarað þessum miklu ráðgátum. Krauss er í hópi þeirra sem standa fremst í rannsóknum á hulduorku og hefur því djúpa innsýn í þau ferli sem gætu leitt til myndunar alheims úr engu. Þessi byltingarkennda hugmynd er nú i fyrsta sinn sem fram í heildstæðu verki á íslensku.

Bókin „Alheimurinn úr engu“ fæst í öllum helstu bókaverslunum!

Verð kr.: 3.490,-

Zenith Scolaris-400 smásjá

Zenith Scolaris-400 smásjá

Frábær smásjá fyrir krakka Með innbyggðu ljós, stækkar 40x, 100x og 400x. Með smásjánni fylgja nokkrir hlutir sem áhugavert er að skoða. Flott gjöf fyrir vísindamanninn í fjölskyldunni

Zenith Scolaris-400 smásjáin fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum.

Verð kr.: 13.990,-

SkyWatcher Heritage

SkyWatcher Heritage

SkyWatcher Heritage stjörnusjónaukinn er kjörinn fyrir börn og fullorðna. Þessi litli stjörnusjónauki gerir manni kleift að skoða gígana á tunglinu vel, sjá Galíleótunglin við Júpíter og hringa Satúrnusar. Með honum er líka hægt að skoða fæðingarstaði stjarna, stjörnur að deyja og vetrarbrautir í órafjarlægð! Alvöru sjónauki sem er samt ódýr!

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum, t.a.m. Sjónvarpsmiðstöðinni.

Verð kr.: 13.990,-
SkyWatcher Astrolux 70

SkyWatcher Astrolux 70

„Stóri bróðir“ SkyWatcher Heritage sem við mælum heilshugar með. Sáraeinfaldur og þægilegur í notkun og mjög meðfærilegur. Frábær sjónauki á frábæru verði!

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum, t.a.m. Sjónvarpsmiðstöðinni.

Verð kr.: 19.990,-

SkyWatcher Skyliner 150P

SkyWatcher Skyliner 150P

SkyWatcher Skyliner 150P er 6 tommu spegilsjónauki. Fullkominn sjónauki fyrir byrjendur því hann er mjög einfaldur í notkun og ótrúlega meðfærilegur þrátt fyrir að vera stór. Einfaldlega einn besti byrjendasjónaukinn sem völ er á og sá sem fær alltaf fyrstu meðmæli frá okkur.

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og söluaðilum, t.a.m. Sjónvarpsmiðstöðinni.

Verð kr.: 59.990,-

Með hátíðarkveðju, Stjörnufræðivefurinn