Stjörnuhimininn í september 2015

Sævar Helgi Bragason 31. ágú. 2015 Fréttir

Tunglmyrkvi og reikistjörnur á morgunhimninum er meðal þess sem prýðir stjörnuhimininn í september 2015.

  • Stjörnur skoðaðar frá Hótel Rangá

September hefur upp á margt að bjóða fyrir stjörnuáhugafólk. Stærsti atburðurinn er almyrkvi á tungli sem verður aðfaranótt 28. september. Þegar líður á mánuðinn sjást reikistjörnurnar Venus, Mars og Júpíter lágt á morgunhimninum.

Helstu stjarnfræðilegu atburðir í september 2015

Eftirfarandi tafla sýnir helstu stjarnfræðilegu atburði sem eiga sér stað í mánuðinum. Tímasetningar eru miðaðar við Ísland. Athugaðu að ekki allir atburðir sjást frá Íslandi vegna legu landsins og birtuskilyrða.

Dags.
Tími
Atburður
1. september
02
Neptúnus í gagnstöðu
5. september
05:09
Tunglið 0,6° norðan Aldeberan
5. september
09:54
SÍÐASTA KVARTIL TUNGLSINS
10. september
05:53
Venus 2,7° sunnan við tunglið
13. september
06:41
NÝTT TUNGL
13. september
06:54
Deildarmyrkvi á sólu (ekki sýnilegur frá Íslandi)
14. september
11:28
Tunglið í jarðfirrð: 406.466 km
21. september
08:59
FYRSTA KVARTIL TUNGLSINS
23. september
08:20
Haustjafndægur
24. september
19:38
Mars 0,7° norður af Regúlusi
28. september
01:46
Tunglið í jarðnánd („ofurmáni“): 356.877 km
28. september
02:47
Almyrkvi á tungli
28. september
02:50
FULLT TUNGL
30. september
15
Merkúríus í innri gagnstöðu

Vakin er sérstök athygli á helstu atburðum á Facebook síðu Stjörnufræðivefsins og, í sumum tilvikum, á Stjörnufræðivefnum sjálfum.

Settar verða inn ljósmyndir af helstu viðburðum eftir að atburðirnir eiga sér stað.

Tunglmyrkvi 28. september

Aðfaranótt mánudagsins 28. september 2015 verður almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést frá Íslandi að öllu leyti síðan 21. desember 2010. Myrkvinn hefst eftir miðnætti og lýkur undir morgun.

Tunglmyrkvinn verður á sama tíma og tunglið er í jarðnánd, þ.e. á nálægasta og stærsta fulla tungl ársins, sem stundum er kallaður „ofurmáni“. Það verður því „ofur-blóðmáni“ á himni í lok september!

Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 21. janúar 2019

Almyrkvi á tungli 28. september 2015 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

Heimildir

  1. Calendar of Astronomical Events eftir Fred Espenak, www.AstroPixels.com.

- Sævar Helgi Bragason