Messier 17 í öllu sínu veldi

Sævar Helgi Bragason 23. sep. 2015 Fréttir

ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, hefur birt nýja og stórglæsilega mynd af stjörnumyndunarsvæðinu Messier 17. Myndin er sú besta sem tekin hefur verið frá af þokunni í heild sinni.

  • Stjörnumyndunarsvæðið Messier 17. Mynd: ESO

Messier 17 ber mörg óformleg heiti. Hún er t.d. kölluð Omegaþokan, Svansþokan, Hakið, Skeifuþokan og Humarþokan. Þokan er í um 5.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Bogmanninum. Bogmaðurinn kemst aldrei hátt upp á íslenska stjörnuhimininn og sést hún því fremur illa hér á landi.

Rósrauði bjarminn stafar af geislun frá heitu vetnisgasi í skýinu. Heitar ungar stjörnur gefa frá sér útfjólublátt ljós sem örvar gasið svo það glóir.

Nánar á vef ESO.

- Sævar Helgi Bragason