Vinningshafar í jólaleik Stjörnufræðivefsins

Sævar Helgi Bragason 13. jan. 2011 Fréttir

Búið er að draga í jólaleik Stjörnufræðivefsins. Í verðlaun var bókin Alheimurinn og Galíleósjónaukinn.

 • Anna Ragnheiður Jónsdóttir tekur við verðlaunum frá Sævari Helga Bragasyni

Búið er að draga í jólaleik Stjörnufræðivefsins. Þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum og langflestir svöruðu spurningunni um aldur alheimsins rétt. Það var Akureyringurinn Anna Ragnheiður Jónsdóttir sem var dregin út og hlýtur að launum bókina Alheimurinn, Galíleósjónaukann, tímaritið Undur alheimsins og Eyes on the Skies á DVD.

Að auki hljóta eftirfarandi tíu einstaklingar glaðning frá Stjörnufræðivefnum og Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness:

 • Karen Irani Þorgeirsdóttir

 • Þórarinn B. Steingrímsson

 • Ágústa Ólafsdóttir

 • Þráinn Valur Ingólfsson

 • Atli Jónsson

 • Arnþór Haraldur Stefánsson

 • Ólafur Þór Rúdólfsson

 • Ásta Davíðsdóttir

 • Eiður Snær

 • Karen Ósk Magnúsdóttir

Þau hljóta tímaritið Undur alheimsins, Horft til himins (Eyes on the Skies) á DVD diski og að auki smá glaðning frá sólkönnunarförum NASA.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra þátttöku!

Þetta er tilkynning frá Stjörnufræðivefnum stj1102