Stjörnufræðingar finna hungraðasta risasvartholið
Sævar Helgi Bragason
20. feb. 2024
Fréttir
Dulstirnið J0529-4351 skartar ört stækkandi risasvartholi sem étur um eina sól á dag
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO hafa fundið hungraðasta og bjartasta risasvarthol sem sést hefur í alheiminum. Risasvartholið vegur á við 17 milljarða sóla vex um sem nemur einni sól á hverjum degi.
Dulstirni eru kjarnar órafjarlægra vetrarbrauta, knúin áfram af glorhungruðum risasvartholum sem gleypi efni með svo miklu offorsi að frá þeim berst ótrúleg birta. Svo mikil að dulstirni eru með allra björtustu fyrirbærum í alheiminum.
Dulstirnið J0529-4351 er svo langt í burtu að ljósið frá því er tólf milljarða ára að berast til okkar. Ljósið er svo skært að lengst af var það ekki álitið dulstirni, heldur stjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Árið 2023 kom raunverulegt eðli þess í ljós þegar gerðar voru mælingar með sjónauka í Ástralíu. Þeim var síðan fylgt eftir með mælingum með VLT sjónauka ESO í Chile.
Víðmynd af himninum í kringum dulstirnið J0529-4351. Mynd: ESO/Digitized Sky Survey 2/Dark Energy Survey
Dulstirnið er bjartasta fyrirbæri sem nokkurn tímann hefur sést í alheiminum meira en 500 billjón (500 þúsund milljarðs) sinnum sinnum bjartari en sólin okkar. Í miðju þess er risasvarthol sem er 17 milljarðs sinnum efnismeira en sólin okkar og sýna mælingar að það étur sem nemur einni sól af efni á dag.
Ljósið bjarta berst frá heitu efni sem myndar kleinurhring eða aðsópskringlu í kringum svartholið. Skífan er sjö ljósár á breidd, sú stærsta sem vitað er um.
Greint var frá uppgötvuninni í tímaritinu Nature.
Frétt frá ESO .
Stjörnufræðingar finna hungraðasta risasvartholið
Sævar Helgi Bragason 20. feb. 2024 Fréttir
Dulstirnið J0529-4351 skartar ört stækkandi risasvartholi sem étur um eina sól á dag
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO hafa fundið hungraðasta og bjartasta risasvarthol sem sést hefur í alheiminum. Risasvartholið vegur á við 17 milljarða sóla vex um sem nemur einni sól á hverjum degi.
Dulstirni eru kjarnar órafjarlægra vetrarbrauta, knúin áfram af glorhungruðum risasvartholum sem gleypi efni með svo miklu offorsi að frá þeim berst ótrúleg birta. Svo mikil að dulstirni eru með allra björtustu fyrirbærum í alheiminum.
Dulstirnið J0529-4351 er svo langt í burtu að ljósið frá því er tólf milljarða ára að berast til okkar. Ljósið er svo skært að lengst af var það ekki álitið dulstirni, heldur stjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Árið 2023 kom raunverulegt eðli þess í ljós þegar gerðar voru mælingar með sjónauka í Ástralíu. Þeim var síðan fylgt eftir með mælingum með VLT sjónauka ESO í Chile.
Víðmynd af himninum í kringum dulstirnið J0529-4351. Mynd: ESO/Digitized Sky Survey 2/Dark Energy Survey
Dulstirnið er bjartasta fyrirbæri sem nokkurn tímann hefur sést í alheiminum meira en 500 billjón (500 þúsund milljarðs) sinnum sinnum bjartari en sólin okkar. Í miðju þess er risasvarthol sem er 17 milljarðs sinnum efnismeira en sólin okkar og sýna mælingar að það étur sem nemur einni sól af efni á dag.
Ljósið bjarta berst frá heitu efni sem myndar kleinurhring eða aðsópskringlu í kringum svartholið. Skífan er sjö ljósár á breidd, sú stærsta sem vitað er um.
Greint var frá uppgötvuninni í tímaritinu Nature.
Frétt frá ESO .