Kassíópeia A á jólamynd Webb

Sævar Helgi Bragason 11. des. 2023 Fréttir

Glæsileg mynd Webb af sprengistjörnuleif í nær-innrauðu ljósi

  • Cassiopeia A sprengistjörnuleifin

Sprengistjörnuleifin Kassíópeia A prýðir jólamynd James Webb geimsjónaukans þetta árið. Myndin er ein sú skýrasta og skarpasta sem tekin hefur verið af þessu magnaða geimskýi.

Hamfarir - Vísindalæsi

Kassíópeia A er leifar stjörnu sem sprakk fyrir ríflega 11 þúsund árum. Leifarnar fundust árið 1947 og hafa síðan verið mikið rannsakaðar. Skýið er um það bil 10 ljósár á breidd eða 96 þúsund milljarðar kílómetra – óskiljanlega stórt. 

Fyrr á árinu var önnur mynd Webb af sömu leif birt en hún var tekin af mið-innrauðu ljósi. Nýja myndin sýnir hana hins vegar í nær-innrauðu ljósi. 

Á henni sjást bjartir rauðgulir og bleikir kekkir. Þetta eru gashnútar úr brennisteini, súrefni, argoni og neoni – efnum sem stjarna þeytti út í geiminn þegar hún sprakk. 

Hvítu slæðurnar á myndinni eru ljós frá rafeindum sem spíralast eftir segulsviðslínum á nálægt ljóshraða.

Cassiopeia A sprengistjörnuleifin