Fyrstu niðurstöður mælinga sýna að áreksturinn hafði umtalsverð áhrif á smástirnið Dímorfos
Þann 26. september 2022 fylgdust stjörnufræðingar um allan heim grannt með þegar DART gervitungl NASA skall á smástirninu Dímorfos. Tilgangurinn var að kanna hvort hægt væri að hafa áhrif á sporbraut þessa litla tungls um móðurhnöttinn Dídýmos. Um leið gafst líka kjörið tækifæri til að læra meira um smástirni.
Smástirni eru frumstæðustu byggingareiningar sólkerfisins. Þau eru leifarnar af því efni sem myndaði reikistjörnurnar og tunglin þeirra. Með því að rannsaka þau má afla upplýsinga um myndun sólkerfisins.
Smástirni rekast annað slagið á Jörðina. Til að kanna hvort hægt sé að bægja þeim frá ákvað NASA að gera tilraun: Að láta lítið gervitungl, DART, skella á smástirninu Dímorfos og reyna að breyta sporbraut þess um móðurhnöttinn Dídýmos. Hvorugt stefndi á Jörðina svo engin hætta var á ferðum.
DART var á stærð við golfbíl en skotmarkið Dímorfos á stærð við Grábrók við Bifröst í Borgarfirði.
DART skall á smástirninu á 6 km hraða á sekúnd. Sólarrafhlöðurnar rákust fyrst á hnullung sem skagaði upp úr yfirborðinu en geimfarið sjálft míkrósekúndum síðar.
Við áreksturinn styttist umferðartími Dímorfos um Dídýmos um 33 mínútur. Það er mun meira en búist var við og sýnir að ef válegt smástirni stefnir á Jörðina gæti mannkynið bægt hættunni frá.
Líklegasta ástæða þess að áreksturinn tókst vonum framar er að geimfarið hitti það aðeins 25 metrum frá miðjunni sem hámarkaði orkuna. Við áreksturinn þutu að minnista kosti 1000 tonn af ryki og grjóti út í geiminn. Þetta efni olli bakslagi sem ýtti við smástirninu, dálítið eins og úði úr úðabrúsa, og fjórfaldaði áhrif árekstursins.
Myndir frá LICIACube sem sýnir rykstrókar frá Dímorfos smástirninu í kjölfar áreksturs við DART gervitunglið. Mynd: ASI/NASA/APL
Rykið myndaði skýjaslóða sem hægt var að rannsaka betur frá Jörðinni, til dæmis með öllum fjórum VLT sjónaukum ESO í Chile. Mældu þeir efnasamsetningu og aðra eiginleika efnisins, svo sem kornastærð.
Fyrstu niðurstöður þeirra mælinga sýndu að í byrjun þyrlaðist mestmegnis fínt ryk út í geiminn. Svo virðist sem næstu klukkustundir og daga hafi stærri korn borist burt.
Engin merki sáust um súrefni eða vatnsgufu. Það hefði reyndar komið nokkuð á óvart hefði svo verið því smástirni innihalda alla jafna ekki mikið vatn.
Eftir áreksturinn jókst birtan frá Dímorfos. Það gæti bent til þess að frumstæðara og bjartara efni innan úr smástirninu hafi afhjúpast. Þetta efnið gæti verið ljósara einfaldlega vegna þess að það hefur ekki orðið sólbrúnt í gegnum tíðina.
Árið 2026 fást enn betri upplýsingar um afleiðingar árekstursins þegar evrópska geimfarið Hera flýgur framhjá Dímorfos. Spennandi verður að sjá gíginn sem til varð og efnið sem hann afhjúpar.
Afleiðingar áreksturs DART gervitunglsins koma í ljós
Sævar Helgi Bragason 14. mar. 2023 Fréttir
Fyrstu niðurstöður mælinga sýna að áreksturinn hafði umtalsverð áhrif á smástirnið Dímorfos
Þann 26. september 2022 fylgdust stjörnufræðingar um allan heim grannt með þegar DART gervitungl NASA skall á smástirninu Dímorfos. Tilgangurinn var að kanna hvort hægt væri að hafa áhrif á sporbraut þessa litla tungls um móðurhnöttinn Dídýmos. Um leið gafst líka kjörið tækifæri til að læra meira um smástirni.
Smástirni eru frumstæðustu byggingareiningar sólkerfisins. Þau eru leifarnar af því efni sem myndaði reikistjörnurnar og tunglin þeirra. Með því að rannsaka þau má afla upplýsinga um myndun sólkerfisins.
Smástirni rekast annað slagið á Jörðina. Til að kanna hvort hægt sé að bægja þeim frá ákvað NASA að gera tilraun: Að láta lítið gervitungl, DART, skella á smástirninu Dímorfos og reyna að breyta sporbraut þess um móðurhnöttinn Dídýmos. Hvorugt stefndi á Jörðina svo engin hætta var á ferðum.
DART var á stærð við golfbíl en skotmarkið Dímorfos á stærð við Grábrók við Bifröst í Borgarfirði.
DART skall á smástirninu á 6 km hraða á sekúnd. Sólarrafhlöðurnar rákust fyrst á hnullung sem skagaði upp úr yfirborðinu en geimfarið sjálft míkrósekúndum síðar.
Við áreksturinn styttist umferðartími Dímorfos um Dídýmos um 33 mínútur. Það er mun meira en búist var við og sýnir að ef válegt smástirni stefnir á Jörðina gæti mannkynið bægt hættunni frá.
Líklegasta ástæða þess að áreksturinn tókst vonum framar er að geimfarið hitti það aðeins 25 metrum frá miðjunni sem hámarkaði orkuna. Við áreksturinn þutu að minnista kosti 1000 tonn af ryki og grjóti út í geiminn. Þetta efni olli bakslagi sem ýtti við smástirninu, dálítið eins og úði úr úðabrúsa, og fjórfaldaði áhrif árekstursins.
Myndir frá LICIACube sem sýnir rykstrókar frá Dímorfos smástirninu í kjölfar áreksturs við DART gervitunglið. Mynd: ASI/NASA/APL
Rykið myndaði skýjaslóða sem hægt var að rannsaka betur frá Jörðinni, til dæmis með öllum fjórum VLT sjónaukum ESO í Chile. Mældu þeir efnasamsetningu og aðra eiginleika efnisins, svo sem kornastærð.
Fyrstu niðurstöður þeirra mælinga sýndu að í byrjun þyrlaðist mestmegnis fínt ryk út í geiminn. Svo virðist sem næstu klukkustundir og daga hafi stærri korn borist burt.
Engin merki sáust um súrefni eða vatnsgufu. Það hefði reyndar komið nokkuð á óvart hefði svo verið því smástirni innihalda alla jafna ekki mikið vatn.
Eftir áreksturinn jókst birtan frá Dímorfos. Það gæti bent til þess að frumstæðara og bjartara efni innan úr smástirninu hafi afhjúpast. Þetta efnið gæti verið ljósara einfaldlega vegna þess að það hefur ekki orðið sólbrúnt í gegnum tíðina.
Árið 2026 fást enn betri upplýsingar um afleiðingar árekstursins þegar evrópska geimfarið Hera flýgur framhjá Dímorfos. Spennandi verður að sjá gíginn sem til varð og efnið sem hann afhjúpar.
Mynd: ESO/Opitom et al.