Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Kórónugeil 27. febrúar 2017

27. feb. 2017 Blogg : Norðurljósaútlit 27. feb-5. mars

Sólvindur streymir úr sömu kórónugeil og gaf fín norðurljós í byrjun mánaðarins. Vindurinn blæs hvassast um Jörðina milli 28. febrúar og 3. mars þegar möguleiki er á lítilsháttar segulstormi.

Tunglið, Mars og Venus saman í vestri

27. feb. 2017 Blogg : Mars, Venus og tunglið saman í vestri

Horfðu til himins í kvöld — 1. mars. Við sólsetur er einstaklega falleg samstaða vaxandi tungls, Mars og Venusar.

24. feb. 2017 Fréttir : Súrefni gæti skort við rauða dverga

Tíð sólgos í rauðum dvergum gætu þýtt að aðstæður á reikistjörnum sem ganga um þá séu ekki endilega hagstæðar lífi þó að þær séu á svonefndu lífbelti stjarnanna. Gosin gætu „blásið“ súrefni úr lofthjúpum reikistjarna sem ganga um rauða dverga.

Sprengistjörnuleif SN 1987A.

23. feb. 2017 Fréttir : 30 ár liðin frá sprengistjörnunni 1987A

Hinn 23. febrúar 1987 sprakk stjarna í Stóra Magellansskýinu, sú nálægasta eftir að sjónaukinn var fundinn upp.

Teikning af TRAPPIST-1 sólkerfinu

22. feb. 2017 Fréttir : Sjö reikistjörnur í einstöku sólkerfi TRAPPIST-1

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1

Júpíter, tunglið og Spíka 13. mars 2017

20. feb. 2017 Blogg : Júpíter, Spíka og tunglið á næturhimninum

Undir miðnætti birtist þríeykið Júpíter, Spíka og tunglið og er á lofti fram í birtingu

Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran

20. feb. 2017 Blogg : Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran

Horfðu til himins í kvöld — 4. mars. Tunglið verður skammt frá stjörnuþyrpingu og rauðri risastjörnu.

Kórónugeil 20. febrúar 2017

20. feb. 2017 Blogg : Norðurljósaútlit 20.-26. febrúar

Óvenjubreið kórónugeil er á sólinni og þótt sólvindurinn úr henni fari að mestu framhjá Jörðinni er útlit fyrir ágætis norðurljósaviku. Mest gæti virknin orðið föstudaginn 24. febrúar en eftir helgi gætu orðið lítilsháttar segulstormar. 

17. feb. 2017 Fréttir : Hvað eru þyngdarbylgjur og hvað er svona merkilegt við þær?

Þyngdarbylgjur eru gárur í tímarúminu sem verða til dæmis til við samruna svarthola og/eða nifteindastjarna. 

Síða 1 af 2